SWR og Bild skýra frá þessu og segja að farþegar í lestinni hafi gripið inn í og hafi komið til deilna á milli þeirra og mannsins. Deilurnar hafi síðan haldið áfram eftir að fólkið steig út úr lestinni á Österfeldt lestarstöðinni.
Svo virðist sem þá hafi komið til handalögmála sem enduðu með að maðurinn endaði á lestarteinunum þar sem hann varð fyrir lest.
Hann slasaðist það mikið að læknar urðu að taka annan handlegginn af honum.
SWR segir að lögreglan sé að rannsaka málið og segir að einn maður, sem ekki sé vitað hver er, sé sá sem rannsóknin beinist að. Hann og Túnismaðurinn deildu harkalega og leikur grunur á að maðurinn hafi hrint Túnismanninum niður á lestarteinana. Ekki er vitað hvort deilur þeirra áttu rætur að rekja til þess sem gerðist í lestinni eða hvort deiluefnið hafi verið eitthvað annað.
Lögreglan er einnig að rannsaka þann hluta málsins sem snýr að kynferðislegu áreitninni.