Það eru góðar líkur á því að Kylian Mbappe sé búinn að spila sinn síðasta leik sem leikmaður Paris Saint-Germain.
Frá þessu greinir RMC Sport en Mbappe hefur ekki tekið þátt í síðustu tveimur leikjum liðsins gegn Nice og Metz.
Mbappe hefur gefið það út að hann sé að kveðja í sumar en PSG á eftir að spila úrslitaleikinn í franska bikarnum.
Samkvæmt RMC Sport er útlit fyrir því að Mbappe verði ekki valinn í hópinn fyrir þann leik sem er gegn Lyon.
Framherjinn fengi því ekki að kveðja stuðningsmenn almennilega en Luis Enrique, stjóri liðsins, vill notast við aðra leikmenn.