KR vann sterkan sigur í Bestu deild karla í kvöld er liðið mætti FH í lokaleik mánudags.
KR komst í 2-0 gegn FH-ingum í Hafnarfirði en Aron Sigurðarson og Theodór Elmar Bjarnason gerðu mörk gestaliðsins.
Úlfur Ágúst Björnsson lagaði stöðuna fyrir FH í þessum leik en það dugði ekki til og þriðji sigur KR í sumar staðreynd.
KA vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu og skoraði fjögur mörk gegn Fylki.
FH 1 – 2 KR
0-1 Aron Sigurðarson(’36, víti)
0-2 Theodór Elmar Bjarnason(’41)
1-2 Úlfur Ágúst Björnsson(’62)
KA 4 – 2 Fylkir
1-0 Sveinn Margeir Hauksson(‘3)
2-0 Daníel Hafsteinsson(’25)
3-0 Daníel Hafsteinsson(’45)
3-1 Matthias Præst(’53
3-2 Aron Snær Guðbjörnsson(’75)
4-2 Ásgeir Sigurgeirsson(’89)