Vestri 1 – 4 Víkingur R.
0-1 Danijel Dejan Djuric(‘4)
1-1 Silas Songani(’32)
1-2 Danijel Dejan DjuricI(’35)
1-3 Ari Sigurpálsson(’45)
1-4 Erlingur Agnarsson(’94)
Víkingur Reykjavík vann góðan sigur í Bestu deild karla í dag er liðið spilaði við Vestra á útivelli.
Danijel Dejan Djuric átti mjög góðan leik fyrir Víkinga en hann skoraði tvö mörk og komu þau bæði í fyrri hálfleik.
Silas Songani jafnaði metin fyrir Vestra eftir fyrra mark Danijels en hann skoraði annað þremur mínútum seinna.
Ari Sigurpálsson og Erlingur Agnarsson sáu svo um að gulltryggja Víkingum sigurinn og öruggur 4-1 sigur staðreynd.
Víkingur er á toppnum með 18 stig og er sex stigum á undan Breiðabliki sem er í því öðru sem og FH.