fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Matur

Ný tæknilausn frá Krónunni til að hjálpa við heillavænlegri innkaup

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2024 13:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krónan hefur þróað nýja lausn í Krónuappinu sem hjálpar viðskiptavinum að velja heillavænlegri kosti fyrir sig, samfélagið og umhverfið. Lausnin ber heitið Heillakarfan þar sem viðskiptavinir safna stigum með vali á tilteknum vörum sem uppfylla sjálfbærari og heilbrigðari neysluhætti. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Fyrst sinnar tegundar á íslenskum matvörumarkaði

Heillakarfan er þróuð og forrituð af starfsfólki Krónunnar og hönnuð í samstarfi við hönnunarstofuna Metall, og er þessi lausn fyrst sinnar tegundar á íslenskum matvörumarkaði. Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að raunar hafi þau ekki enn fundið aðra sambærilega lausn erlendis heldur.

„Flest okkar viljum taka betri og upplýstari ákvarðanir í matarinnkaupum, en valkostirnir eru ótalmargir og oftast höfum við ekki tíma til að átta okkur vel á þeim. Þessi lausn á að auðvelda fólki að taka lítil skref í rétta átt. Til dæmis bara það að bæta við einni grænmetismáltíð í viku getur haft jákvæð áhrif til lengri tíma. Við vonum því að lausnin hvetji viðskiptavini til að aðlaga daglegar venjur sínar í þágu heilsunnar og umhverfisins um leið. Þetta er ákveðin tilraun sem við munum þróa áfram með okkar viðskiptavinum og fögnum öllum ábendingum til að gera lausnina betri,” segir Guðrún.

Heillakarfan virki hvetjandi

Alli Metall, grafískur og stafrænn vöruhönnuður og eigandi Metall ehf., segir það hafa verið skemmtilegt verkefni að koma að þróun Heillakörfunnar. „Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa viðbót í appinu er leikvæðingin (e. gamification) sem hvetur notandann til að kaupa hollu og umhverfisvænu vörurnar. Notandinn ákveður svo sjálfur að hve miklu leyti hann fer eftir þeim ráðleggingum sem appið kemur með, en hjá sumum kviknar á keppnisskapinu. Fólk safnar stigum og getur svo borið stigafjöldann saman við síðasta mánuð því á hverjum tíma getur notandinn séð hvar hann stendur miðað við fyrri tímabil,” segir Alli.

Tilteknar vörur sem uppfylla markmið Heillakörfunnar eru í fjölbreyttum flokkum sem gefa stig og eru valdar út frá þáttum á borð við lýðheilsu, umhverfi, endurnýtingu, umbúðir, lífrænar merkingar, vottanir og fleira og endurspegla stigin val notandans. Lausnin er hugsuð sem nýsköpunarverkefni og er stöðugt í mótun.

Hægt er að læra meira um Heillakörfuna á vefsíðu Krónunnar. Þar geta jafnframt áhugasamir notendur appsins veitt endurgjöf á Heillakörfuna sem mun verða notað til frekari þróunar á lausninni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“