fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Freyr hefur þurft að læra að lifa með sorginni – „Hann, Eldar, var flottur og fallegur strákur“

Fókus
Mánudaginn 20. maí 2024 08:55

Freyr Eyjólfsson. Mynd/Sterk saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Eyjólfsson er fimmtugur faðir og eiginmaður sem ólst upp í Reykjavík hjá ungum foreldrum sínum. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

„Ég ólst upp hjá ungum foreldrum og voru ekki til miklir peningar en ég fékk allt sem ég þurfti og mikla ást og umhyggju, mikinn tíma líka sem er dýrmætt og maður sér það svo vel í dag með sín eigin börn.“

Freyr var góður námsmaður og gekk skólaganga hans vel.

„Ég var góður unglingur og slapp við unglingaveiki og svona en fór að djamma í framhaldsskóla.“

Hann keypti fyrstu plötu Bowie og breyttist og þróaðist svolítið með honum. Hann segist mikið hafa hugsað um hver hann væri á unglingsárunum og ekki fundið sig fyrr en aðeins seinna.

„Ég held það sé hollt og gott fyrir alla að djamma og hafa gaman frá 18-25 ára sirka, njóta þess en svo eru um 10 prósent okkar sem þetta gerir meira fyrir en aðra.“

Vinnur mikið í batanum

Freyr fór að hugsa um að hætta að drekka þegar hann var 25 ára og gerði alls konar tilraunir, eins og fólk gerir til að stjórna neyslunni. Þegar hann var þrítugur hætti hann svo. „Ég átti pantað á Vog en það var svo löng bið að ég nennti ekki að bíða svo ég hætti án þess að fara í meðferð. Ég vinn samt mikið í batanum.“

Aðspurður hvernig honum finnist best að vinna sína sjálfsvinnu segir hann: „Ég hef fundið að best fyrir mig er að hjálpa öðrum til að hjálpa mér. Þegar ég hjálpa til dæmis fólki sem kemur frá stríðshrjáðum löndum þá verða mín vandamál allt í einu mjög smávægileg.“

Missti son sinn

Freyr og kona hans lentu í því að sonur þeirra, þriðja barn þeirra hjóna, lést í fæðingu. „Naflastrengurinn vafðist bara utan um hálsinn á honum með þeim afleiðingum að hann dó. Hann, Eldar, var flottur og fallegur strákur. Þetta gerðist auðvitað fyrir okkur öll og hefur kennt mér margt.“

Hann talar um sorgina, hvernig hann hefur lært að lifa með henni og hvað hann lærði af þessari hörmulegu lífsreynslu í nýjasta þætti af Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“