Manchester United endar tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í áttunda sæti sem er óásættanlegur árangur að allra mati.
United er því búið að missa af Evrópusæti í gegnum deild en á einn möguleika og það er gegn grönnum sínum í Manchester City.
Þeir rauðklæddu þurfa að vinna City í úrslitaleik enska bikarsins til að komast í Evrópukeppni fyrir næsta tímabil.
Það hefur lítið gengið hjá United undanfarnar vikur en liðið vann þó 2-0 sigur á Brighton á útivelli í lokaumferðinni.
Því miður fyrir félagið skiptir það litlu máli en Newcastle er sæti ofar einnig með 60 stig en gríðarlegur munur er á markatölunni.
United var í fínni stöðu um tímabil en eftir aðeins þrjá sigra í síðustu níu leikjum er ljóst að áttunda sætið er niðurstaðan.