Thiago Silva hefur sent ungum leikmönnum Chelsea skilaboð en hann er að kveðja félagið í sumar.
Silva er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea en hann hefur gefið allt í verkefnið á Stamford Bridge síðustu fjögur ár.
Margir vilja meina að margir yngri leikmenn Chelsea séu bara dekraðir krakkar og hugsa lítið út í hvað það þýðir að spila fyrir liðið.
Silva er 39 ára gamall og býr yfir gríðarlegri reynslu og hefur nú sent kollegum sínum stutt skilaboð fyrir næsta tímabil.
,,Thiago veit hvað það þýðir að klæðast treyju Chelsea. Ef ég þarf að senda strákunum í liðinu skilaboð í dag þá er það einfaldlega að það sem þeir gerðu til að komast til Chelsea þarf að þýða eitthvað,“ sagði Silva.
,,Þetta tímabil er ekki ásættanlegt fyrir lið á borð við Chelsea, það er það ekki. Þeir þurfa að gera meira á næsta ári, þeir þurfa að gera það.“