Pep Guardiola, stjóri Manchester City, viðurkennir að hann hafi ekki haft hugmynd um hver Stefan Orteta væri áður en sá síðarnefndi gekk í raðir félagsins.
Ortega hefur fengið að spila þónokkra leiki á þessu tímabili en aðalmarkvörður City, Ederson, hefur glímt við meiðsli.
Ortega hefur staðið sig virkilega vel í rammanum og varði virkilega vel í síðasta leik liðsins gegn Tottenham.
Það var ekki Guardiola sem ákvað að semja við leikmanninn en hann lét aðra sjá um að finna markvörð á bekkinn.
,,Nei. Það var markmannsdeildin sem sá um þetta. Fólk talar um ótrúlega vörslu því það er sannleikurinn,“ sagði Guardiola um hvort hann hefði þekkt nafn Ortega.
,,Ederson hefur boðið upp á það sama mörgum sinnum. Vitiði af hverju við unnum Meistaradeildina? Ederson varði frábærlega í stöðunni 1-0 gegn Karim Benzema.“