Lið Real Zaragoza á Spáni vonast til þess að spila æfingaleik við bandaríska félagið Inter Miami.
Þetta segir Raul Sanllehi, yfirmaður knattspyrnumála Zaragoza, en félagið hefur oft spilað í efstu deild á Spáni.
Gengið hefur þó verið erfitt undanfarin ár og leikur Zaragoza nú í næst efstu deild en virðist vera með stóra drauma.
Ástæðan er sú að Zaragoza vill fá Lionel Messi aftur til Spánar en hann leikur í Bandaríkjunum í dag eftir langan feril hjá Barcelona.
,,Hann skoraði eitt fallegasta mark sögunnar á okkar heimavelli. Við viljum fá hann aftur hingað til að spila,“ sagði Sanllehi.
Vonandi fyrir Zaragoza verður þetta að veruleika en ljóst að margir myndu kaupa sér miða á leikinn ef hann fer fram í sumar.