Víkingur Reykjavík hefur rætt við Jason Daða Svanþórsson en þetta kemur fram á Fótbolti.net.
Jason er mikilvægur leikmaður Breiðabliks og er bundinn þeim grænklæddu út tímabilið.
Um er að ræða 24 ára gamlan leikmann sem hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni á þessari leiktíð.
Víkingar virðast hafa áhuga á að fá Jason í sínar raðir en félagið má ræða við leikmanninn með leyfi Breiðabliks.
Sóknarmaðurinn mun að öllum líkindum klára tímabilið með Blikum en hvar hann spilar næsta sumar verður spennandi að fylgjast með.