fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Leigði íbúð á Airbnb og mátti varla anda án þess að greiða aukagjald – „Faldar myndavélar…Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2024 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung kona sem leigði sér íbúð í gegnum Airbnb fékk ágætis bakreikning eftir dvölina þegar gestgjafinn sendi henni reikning upp á 937 pund eða 164 þúsund krónur. Konan, Joanna Anderson, sýndi myndir frá íbúðinni á TikTok auk þess að deila myndbandinu sem hún tók upp af símtali sínu við gestgjafann.

Anderson segist hafa dvalið á „fínu heimili“, en hún var hneyksluð á handskrifuðum miðum um alla íbúð þar sem stóð að rukkað yrði sérstaklega fyrir notkun heimilistækja auk þess sem henni var bannað að nota suma hluti. 

Á einum miðanum stóð: „WiFi er ókeypis á fyrsta degi dvalar þinnar fyrir hvern dag eftir það verða rukkaðir 12,67 pund fyrir hvert tæki.“ Á þvottavélinni var einnig miði: „Fyrir hverja vél verða rukkuð 5 pund. Engar undantekningar.“

Sambærilegir miðar voru límdir á sjónvarpið og biljarðborðið.

Á einum stól var miði sem á stóð: „Ekki sitja í þessum stól, hann var uppáhalds stóll látins eiginmanns míns.“

Á örbylgjuofninum var miði: „Engar kjötvörur eða dýraafurðir leyfðar,“ á meðan baðherbergisvaskinum var miði: „Vinsamlegast ekki fara í bað eða sturtu eftir klukkan 20:00, við erum að spara vatn“. Á ísskápnum var miði: „Þetta er vegan heimili, virðið það!“

Anderson tók upp símtalið sem hún átti við gestgjafann eftir að hún fékk bakreikning upp á 937 pund. Sagði gestgjafinn hana hafa notað þráðlaust net, þvottavélina, auk þess sem gestgjafinn sagðist hafa þurft að djúphreinsa gólf og teppi og forn tebolli hefði skemmst.

@getlostwebsite £10 a day for wifi?! #airbnbhost #hostfromhell #airbnbexperience #badhost #airbnbhosttips ♬ Suspenseful and tense orchestra(1318015) – SoLaTiDo

Í símtalinu má heyra gestgjafann segja Anderson að hún hafi „notað biljarðborðið tvisvar og það er miði um gjald á borðinu“. Anderson spyr: „Ég er reyndar líka forvitin, hvernig vissirðu að ég notaði poolborðið?“

Gestgjafinn sagði henni að kúlurnar á biljarðborðinu „hefðu verið á öðrum stað,“ og bendir á að Anderson hafi líka notað þvottavélina. Gestgjafinn bendir Anderson á að öll aukagjöldin hafi verið skráð þegar hún skrifaði undir samning um leigu á Airbnb og að hún ætti að deila um gjöldin við fyrirtækið.

Áhorfendur hafa velt því fyrir sér hvernig gestgjafinn vissi að Anderson hefði notað ofangreint og telja að myndavélar séu í íbúðinni.

„Faldar myndavélar. Hringdu í lögreglu og lögfræðing. Að vita að eitthvað var notað tvisvar þýðir að hún er að horfa á þig.“

Önnur velti því líka fyrir sér: „Hún sagði að þú hafir notað biljarðborðið tvisvar – ef þú setur hlutina á rangan stað, hvernig getur hún þá sagt hvort það hafi verið einu sinni eða 10 sinnum?“

Einn velti stólnum fyrir sér: „Er ég sá eini sem er að velta því fyrir mér hvers vegna stóllinn var settur í Airbnb-íbúð og ekki tekinn inn á einkaheimili ef hann var svona sérstakur og tilfinningar bundnar við hann?“

Samkvæmt vefsíðu Airbnb er gestgjöfum óheimilt að innheimta nein aukagjöld eða gjöld utan vettvangsins nema með sérstöku leyfi frá fyrirtækinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið