fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Bálreiðir eftir umdeilda ákvörðun félagsins: Þurfa nú að borga meira – ,,Er þetta eitthvað grín?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 18. maí 2024 19:41

Todd Boehly, eigandi Chelsea, á leik Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir stuðningsmenn Chelsea hafa látið í sér heyra eftir ákvörðun sem félagið tók nú fyrir helgi.

Telegraph fullyrðir það að Chelsea sé búið að hækka miðaverðið á Stamford Bridge, heimavöll liðsins, um fimm prósent.

Það er aðeins að bæta gráu ofan á svart hjá enska félaginu en gengi liðsins hefur ekki heillað á mörgum tímapunktum í vetur.

Hækkunin er þó ekki of mikil en miðaverð félagsins er enn lægra en hjá grönnum sínum Tottenham og Arsenal.

Þrátt fyrir það létu margir í sér heyra á samskiptamiðlum og eru hundfúlir með ákvörðun stjórnarinnar.

,,Ég skal gefa ykkur helminginn af laununum mínum ofan á þessa hækkun! Það er rosalegt vit í þessari breytingu,“ sagði einn og bætir annar við: ,,Er þetta eitthvað grín? Guð hjálpi þeim sem ráða þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag

Real Madrid hefur áhuga á besta leikmanni Englands í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“

Varð vitni að því þegar Kári Árna lokaði þessum tveimur samningum úti á golfvelli – „Spilaði svo hið fullkomna golf“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu

Hryllingur fyrir markaðsteymi Puma – Búin að eyða mynd þar sem skórnir voru í ruslinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu

Greindist með sjúkdóm og þurfti að læra að labba á nýjan leik – Segir frá bataferlinu