fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fréttir

Afþökkuðu aðstoð lögreglu

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. maí 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan fékk tilkynningu í nótt um slagsmál í miðbænum um hálffimm. Þegar lögregla kom á staðinn voru allir málsaðilar að ganga á brott og virtist enginn slasaður eftir áflogin. Allir á vettvangi afþökkuðu aðstoð lögreglu.

Kemur þetta fram í dagbók lögreglunnar.  Um tvöleytið var tilkynnt um aðila sem var æstur inn á matsölustað. Við afskipti lögreglu gaf aðilinn upp ranga kennitölu og neitaði svo að segja til nafns og hafði verið með ógnandi tilburði við starfsfólk. Við komu á lögreglustöð kom í ljós að aðilinn er 17 ára og komu foreldrar að sækja viðkomandi á lögreglustöðina.

Um hálftíma síðar var tilkynnt um slagsmál í miðbænum. Við komu á staðinn ræddi lögregla við vitni sem bentu á upphafsmann slagsmálanna og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Viðkomandi var vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.

Tilkynnt um öldauðan aðila í strætóskýli. Lögregla fór á staðinn og fékk aðilinn að gista í fangaklefa þangað til hann væri í ástandi til að sjá um sig sjálfur. Auk þess voru mörg minniháttar mál, m.a. vegna ölvunar og óláta í miðbænum.

Klukkan hálftvö barst tilkynning um eld í póstkassa í fjölbýlishúsi. Lögreglan gat slökkt eldinn án aðkomu slökkviliðs og hafði sameign fyllst af reyk. Slökkvilið kom á vettvang skömmu síðar og aðstoðaði við reykræstingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt

Bræður ráku pabba sinn úr fjölskyldufyrirtækinu í Grindavík – Ásakanir á víxl um tug milljóna fjárdrátt
Fréttir
Í gær

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn

Húseigandi í miðbænum grunlaus um heimild fyrir byggingu íbúðarhúss á lóð hans – Reyndi að kæra en var of seinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?