Það eru allar líkur á því að spænska félagið Getafe geti ekki haldið sóknarmanninum Mason Greenwood í sumar.
Greenwood er í láni hjá Getafe frá Manchester United og hefur spilað virkilega vel með félaginu í vetur.
United er þó að leitast eftir því að selja leikmanninn í sumar og hefur Getafe einfaldlega ekki efni á að kaupa Englendinginn.
Samkvæmt nýjustu fregnum er Getafe búið að finna arftaka Getafe en það er nígeríski framherjinn Umar Sadiq.
Sadi er 27 ára gamall sóknarmaður á mála hjá Real Sociedad en hann skoraði aðeins þrjú mörk í 36 leikjum á tímabilinu.