Arsenal hefur ákveðið að framlengja ekki samning markmannsins Arthur Okonkwo sem hefur verið á mála hjá félaginu frá 2009.
Þetta er ákvörðun sem pirrar marga stuðningsmenn Arsenal en um er að ræða 22 ára gamlan leikmann sem lék aldrei deildarleik á Emirates.
Okonkwo verður samningslaus í sumar en Arsenal ákvað að bjóða honum ekki nýjan samning og er hann frjáls ferða sinna í sumar.
Ástæðan fyrir pirringnum er sú að Okonkwo var valinn besti markvörður League Two í vetur er Wrexham tryggði sér sæti í þriðju efstu deild.
Okonkwo átti frábært tímabil með Wrexham og hélt hreinu 14 sinnum en hann hefur einnig leikið með Crewe og Sturm Graz á láni.
Arsenal telur sig ekki þurfa á kröftum leikmannsins að halda og eru allar líkur á að Wrexham nýti sér það tækifæri og semji við markmanninn.