Spænska félagið Girona ætlar að reyna að fá miðjumanninn Thiago Alcantara til liðs við sig í sumar. Relevo segir frá.
Samningur Thiago hjá Liverpool er að renna út og hann því fáanlegur frítt.
Hinn 33 ára gamli Thiago gekk í raðir Liverpool 2002 frá Bayern Munchen. Hann spilaði 98 leiki fyrir félagið en tími hans á Anfield hefur einkennst af meiðslum.
Liverpool staðfesti í morgun að Thiago sé á förum og leikmaðurinn kvaddi stuðningsmenn í kjölfarið.
Samkvæmt fréttum ætlar Girona að reyna að fá hann í sumar. Liðið undirbýr sig undir tímabil í Meistaradeildinni eftir að hafa komið öllum á óvart í vetur.