Það verður Southampton sem mætir Leeds í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni. Liðið vann WBA í seinni leik liðanna í undanúrslitum í dag.
Fyrri leiknum lauk 0-0 og var markalaust eftir fyrri hálfleik í kvöld. William Smallbone kom Southampton svo yfir snemma í seinni hálfleik og Adam Armstrong tvöfaldaði forskot þeirra á 78. mínútu.
Armstrong fór svo langt með að tryggja sigurinn með marki af vítapunktinum á 85. mínútu.
Cedric Kipre klóraði í bakkann fyrir WBA í restina en nær komust þeir ekki. Lokatölur 3-1.
Leikur Southampton og Leeds fer fram á Wembley 26. maí. Bæði lið freista þess að fara beint aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið þaðan í fyrra.