Menn velta því fyrir sér hvort Michael Olise, leikmaður Crystal Palace, velji að leika fyrir annað A-landslið en Frakka eftir að hann var ekki valinn í franska landsliðshópinn fyrir EM í gær.
Olise er að eiga frábært tímabil með Palace en það var ekki nóg til að vera valinn í franska hópinn.
Enskir miðlar vekja athygli á því í dag að Olise megi spila fyrir þrjú önnur lönd en Frakkland. Það eru England, Alsír og Nígería.
Olise hefur spilað fyrir yngri landslið Frakka en það er spurning hvort hann velji annað A-landslið eftir ákvörðun Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, í gær.