fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stefán Einar saumaði að Höllu Tómasdóttur – „Varst þú blind á hætturnar og þennan hrylling sem var að hlaðast upp?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2024 19:07

Skjáskot Spursmál

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Halla Tómasdóttir var til viðtals í þættinum Spursmál á mbl.is í dag. Stjórnandi þáttarins, Stefán Einar Stefánsson, er þekktur fyrir að spyrja forsetaframbjóðendur nærgöngulla og krefjandi spurninga. Halla slapp ekki frá því í dag en svaraði öllu á yfirvegaðan hátt. Stefán vék talinu að tíma Höllu sem framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á árunum 2006 til 2007. Hann sagði:

„Þú hafðir óbilandi trú á samfélaginu eins og það var að spilast á þessum tíma, með ógnarvexti bankakerfisins og þessu gífurlega umfangi og burðum sem íslenskt viðskiptalíf virtist hafa. Varst þú blind á hætturnar og þennan hrylling sem var að hlaðast upp yfir hausamótunum á okkur, og raungerðist haustið 2008.“

Halla svaraði: „Þetta voru náttúrlega mjög sérstakir tímar á Íslandi og ég held að við öll sem lifðum í gegnum þá vitum það og vonandi höfum við lært heilmikið af þeim öll. Ég var ekki blindari en svo að segja upp störfum þegar ég var búin að vinna innan við ár sem framkvæmdastjóri hjá Viðskiptaráði og stofna Auði Kapital til að leggja áherslu á ábyrgari, heilarlegri og viðskiptahætti. Þar fer það nú þannig að okkar fjármálafyrirtæki er það eina sem fer í gegnum hrunið án þess að verða fyrir tjóni eða valda tjóni.“

Halla talaði gegn skuldsettum vexti fjármálafyrirtækja í þættum og telur það vera mikilvægan lærdóm frá hruninu. Hún hefði meðal annars sem kennari við Háskólann í Reykjavík talað gegn því að vaxa á skuldsettan máta.

Stefán Einar gagnrýndi einnig Höllu fyrir samstarf hennar við auðkýfinginn Richard Branson, í gegnum hreyfinguna B Team, vegna meintra skattsvika hans en Branson geymir mikla fjármuni á aflandseyjum og segist vera skattalegur útlagi. Halla sagðist ekki bera ábyrgð á einkalífi eða fjármálum þeirra sem væru meðlimum í B Team en leggja áherslu á að fylgja þeim gildum sem félagið boðaði, sem m.a. snúast um samfélagslega ábyrgð og umhverfisvernd.

Stefán benti Höllu á að hún predikaði góð gildi í félagsskap manns sem væri með allar sínar eignir í skattaskjólum og borgaði sama og enga skatta. Halla sagði að hún myndi aldrei verja slíka hegðun.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks