Ákæra hefur verið birt manni í Lögbirtingablaðinu en honum er gefið að sök að hafa kastað af sér þvagi á almannafæri, á tjaldsvæði við Ólafsfjarðarveg við Ásgarð, við Dalvík.
Atvikið átti sér stað í ágústmánuði síðasta sumar. Hafði lögregla afskipti af manninum en hann er á sjötugsaldri, var 62 ára er atvikið átti sér stað.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 25. júní næstkomandi.