fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 17. maí 2024 16:35

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau tíðindi urðu í Landsrétti í dag að vísað var frá að hluta ákæru gegn manni sem sakfelldur hafði verið í héraðsdómi fyrir stórfellda sölu lyfseðilsskyldra lyfja á svörtum markaði og fyrir að hafa þætt fjárhagslegan ávinning brotanna frá árinu 2013 til 2019. Maðurinn heitir Jónas James Norris og er rúmlega sextugur. Fyrir héraðsdómi var öldruð móðir Jónasar, kona fædd árið 1942, sakfelld fyrir meðsekt í peningaþvætti með syni sínum. Kona er núna látin, en Landsréttur vísaði frá ákærunni gegn henni og ógilti sekt hennar.

Málið vakti mikla athygli er það kom upp fyrir fjórum árum og greindi DV frá því.

Sjá einnig: Jónas og áttræð mamma hans hlutu dóma í Stóra læknadópsmálinu – Græddu saman 84 milljónir á glæpum sínum

Jónas James var handtekinn vegna gruns um sölu og dreyfingu á læknalyfjum og í kjölfarið réðst lögreglan í þrjár leitir á Jónasi og heimili hans á árs tímabili. Fyrst húsleit í febrúar 2018,  síðan líkamsleit í október 2018 og aftur í mars 2019 en í þessum leitum fannst  mikið magn af lyfjum og vopnum. Um hundruð taflna var að ræða af lyfjunum Mogadon, Lexotan, OxyContin, Contalgin og Rítalíni.

Jónas James neitaði því við yfirheyrslu að hann væri að selja lyfin heldur keypti hann þau sjálfur á svörtum markaði og neytti þeirra sjálfur. Síðar viðurkenndi hann að hafa selt „eitthvað pínulítið“. Stundum hafði hann haft töflur til geymslu fyrir aðra en hann þyrfti sjálfur á rítalíni að halda vegna ADHD.

Í húsleitinni fundust þá handjárn og raflostbyssa, 1016 stk. af skotfærum auk fjölda hluta í skotvopn, þar á meðal hljóðdeyfa og var Jónas ákærður fyrir brot á vopnalögum vegna þessa. Vopnin fundust í ólæstum hirslum en hluti skotfæranna flutti Jónas inn ólöglega með farþegaflugi.

Í dómi héraðsdóms að mikill munur var á rekjanlegum tekjum Jónasar og móður hans, samkvæmt skattskýrslum og bankagögnum, og rekjanlegum útgjöldum, sem voru allar færslur sem fóru út af bankareikningum þeirra og reiðufjárgreiðslur vegna fasteigna-, bifreiða-og gjaldeyriskaupa.

Rekjanlegar tekjur Jónasar á tímabilinu 28. september 2012 til og með 30. október 2018 voru 30 milljónir króna en rekjanleg útgjöld 107 milljónir króna. Rekjanlegar tekjur Önnu á sama tímabili var 24 milljónir króna en rekjanleg útgjöld 48 milljónir króna.

Hvorugt þeirra gat gefið trúverðugar skýringar á þessum mismun.

Talið var andvirði  lyfsölu Jónasar á svörtum markaði yfir sex ára tímabil hafi numið yfir 80 milljónum króna.

Vísað frá vegna óskýrleika

Sem fyrr segir hefur Landsréttur nú vísað frá dómi ákæru á hendur móður Jónasar, en hún er látin. Einnig var vísað frá þeim hluta ákærunnar gegn Jónasi sem sneri að víðtækri sölu á lyfseðilsskyldum lyfjum. Er frávísunin tilkomin vegna óskýrleika ákærunnar.

Jónas var hins vegar sakfelldur fyrir aðra ákæruliði, m.a. fyrir vörslu á gífurlegu magni á lyfseðilsskyldum lyfjum og fyrir vopnalagabrot. Ákæruliður um vopnalagabrot var eftirfarandi:

„Á hendur ákærða X fyrir vopna-og tollalagabrot með því að hafa, mánudaginn 15. október 2018, staðið að innflutningi á 200 riffilkúlum án tilskilinna leyfa og án þess að gera tollyfirvöldum grein fyrir innflutningnum. Skotfærin flutti ákærði til landsins sem farþegi með flugi […] frá Kaupmannahöfn í Danmörku en þau fundust í fórum ákærða eftir að hann hafði gengið um grænt tollhlið á Keflavíkurflugvelli með áletruninni „Enginn tollskyldur varningur“.“

Jónas var því sakfelldur fyrir peningaþvætti, ólöglega vörslu lyfseðilsskyldra lyfja og vopnalagabrot. Ákærulið um stórfellda sölu lyfja yfir sex ára tímabil var hins vegar vísað frá vegna óskýrleika. Tveggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut fyrir héraðsdómi stendur því.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð

Mangione sagður hafa „misst vitið“ eftir sársaukafulla aðgerð