Gonzalo Montiel leikmanni Nottingham Forest hefur verið skipað að mæta heim til Argentínu í september, ástæðan er sú að hann er undir rannsókn fyrir að hafa nauðgað konu.
Montiel er sakaður um að hafa ásamt vini sínum gefið konu lyf og svo nauðgað henni árið 2019.
Meint atvik átti sér í nýársgleðskap þegar Montiel var leikmaður River Plate í ARgentínu.
Montiel sem varð Heimsmeistari með Argentínu er í sambandi í dag með Karina Nacucchio sem hefur opinberlega stutt hann í málinu.
Montiel neitar sök í málinu en hann á að mæta heim til Argentínu og hitta þar geðlækni sem er hluti af rannsókn lögreglu í málinu.