fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Sagði yfirmanninn hafa komið illa fram við sig og mismunað sér en var ekki nógu skýr

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2024 16:00

Kærunefnd jafnréttismála heyrir undir forsætisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birtur hefur verið á vef Stjórnarráðsins úrskurður í kæru sem lögð var fyrir Kærunefnd jafnréttismála en úrskurðurinn féll 19. apríl síðastliðinn. Hafði maður lagt fram kæru gegn fyrirtæki sem hann hafði starfað hjá en hann sagði yfirmann sinn hjá fyrirtækinu hafa komið illa fram við sig og að sér hefði verið mismunað meðal annars á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna. Nefndin vísaði kæru mannsins hins vegar frá á þeim grundvelli að með henni fylgdu engar upplýsingar eða gögn um hvenær þau tilvik sem kæran snerist um hefðu átt sér stað og heldur hefðu engar upplýsingar um í hverju þessa meinta mismunun hafi verið fólgin verið til staðar.

Í úrskurðinum segir að kæran hafi verið upphaflega lögð fram í ágúst 2023. Nefndin hafi síðan þurft margsinnis, síðast í janúar á þessu ári, að óska eftir frekari skýringum um efni kærunnar frá manninum og þær hafi borist í bæði tölvupósti og símleiðis.

Af skýringunum megi ráða má ráða að kæran beinist að óánægju mannsins með framkomu yfirmannsins gagnvart honum sem hefði leitt til  til þess að vinnuaðstæður væru óboðlegar. Hafi maðurinn nefnt sem dæmi að yfirmaðurinn hafi sniðgengið hann við val í starf vaktstjóra, hótað honum brottrekstri þegar hann var að grínast með samstarfsmanni sínum, hafi ekki heilsað honum þegar hann hafi heilsað hópi starfsfólks á móðurmáli sínu og ekki leyft honum að tala á fundi sem hann hefði óskað eftir.

Upplýsingar um tilvik verði að liggja fyrir

Hafi maðurinn talið að sér hafi verið mismunað á grundvelli kynþáttar, þjóðernisuppruna og lífsskoðunar. Hins vegar hafi hvorki verið lögð fram gögn eða upplýsingar fyrir kærunefndina sem varpi ljósi á það hvenær þau tilvik sem kæran beinist að hafi átt sér stað né í hverju þessi meinta mismunun hafi verið fólgin.

Í niðurstöðu Kærunefndar jafnréttismála segir að ráða megi af kæru mannsins að hann telji framkomu yfirmannsins í sinn garð fela í sér mismunun á grundvelli laga um jafna meðferð á vinnumarkaði. Þau lög kveði hins vegar á um að upplýsingar um ákvörðun eða tilvik sem varði mismunun sam­kvæmt ákvæðum laganna verði að liggja fyrir til þess nefndin geti tekið slík mál til umfjöllunar. Þetta eigi við þótt að framkoma yfirmanns gagnvart starfsmanni geti falið í sér niðurlægjandi meðferð. Í málinu liggi engar slíkar upplýsingar fyrir þrátt fyrir að nefndin hafi farið þess ítrekað á leit við manninn að bæta úr því. Þar af leiðandi sé ekki annað hægt en að vísa kærunni frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti