fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sprakk úr hlátri þegar hún sá hvað kærastinn gerði við tannburstann hennar

Fókus
Föstudaginn 17. maí 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki að ástæðulausu að sumir karlar eftirláta konunum sínum að pakka niður í ferðatöskuna áður en haldið er í fríið. Myndband sem kona ein, Laura að nafni, birti á Instagram hefur vakið talsverða athygli.

Í myndbandinu segist Laura hafa gleymt að pakka niður tannburstanum sínum í snyrtitöskuna sína. Spurði hún manninn sinn hvort hann gæti tekið hann í sína snyrtitösku og var það auðsótt. Konan sprakk þó úr hlátri þegar hún sá hvað hann gerði við tannburstann.

Laura sneri myndavélinni að töskunni og kom þá í ljós að hann hafði komið tannburstanum fyrir á öruggum stað, í sveittum hlaupaskóm þar sem tannburstinn hans var einnig. Átti Laura erfitt með að halda aftur af hlátrinum eins og margir aðrir sem horft hafa á myndbandið.

Einn sagðist hafa sýnt konunni sinni það og hún svarað með þeim orðum að þetta væri ástæða þess að hún sæi um að pakka í tösku, en ekki hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram