Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum en gestur þeirra að þessu sinni var enginn annar en Auðunn Blöndal.
Óskar Örn Hauksson, einn besti knattspyrnumaður í sögu efstu deildar hér á landi, er svili Auðuns. Hann var ráðinn sem styrktarþjálfari Víkings í vetur en hefur verið viðloðinn liðið og spilað tvo leiki það sem af er tímabili. Það kom svila hans lítið á óvart.
„Hann er það góður í fótbolta. Ég hitti Arnar (Gunnlaugsson, þjálfara Víkings) um daginn og hann er oft bara bestur á æfingum. Gaurinn er ekkert eðlilega góður í fótbolta.
Ég væri alveg til í að sjá hann spila meira en það eru allir heilir og ekki vil ég að einhver sé að meiðast,“ sagði Auðunn.
Umræðan í heild er í spilaranum.