Samkvæmt Forbes er Cristiano Ronaldo langlaunhæsti íþróttamaður í heimi en um er að ræða tekur innan sem utan vallar. Ronaldo þénar 205 milljónir punda á ári.
Ronaldo er leikmaður Al-Nassr í Sádí Arabíu en John Rahm sem er einn besti kylfingur í heimi ratar í annað sætið eftir að hafa samið við LIV golf.
Lionel Messi þarf að gera sér þriðja sætið að góðu en hann fellur um eitt sæti á milli ára.
Fleiri fótboltamenn komast á listann en flestir þeirra spila í Sádí Arabíu.
Tíu launahæstu íþróttamenn í heimi:
1. Cristiano Ronaldo, fótbolti: $260m (£205m)
2. Jon Rahm, golf: $218m (£172m)
3. Lionel Messi, fótbolti: $135m (£107m)
4. LeBron James, körfubolti $128.2m (£101m)
5. Giannis Antetokounmpo, körfubolti: $111m (£88m)
6. Kylian Mbappe, fótbolti: $110m (£87m)
7. Neymar, fótbolti: $108m (£85m)
8. Karim Benzema, fótbolti: $106m (£84m)
9. Stephen Curry, körfubolti $102m (£80m)
10. Lamar Jackson, amerískur fótbolti: $100.5m (£79m)