fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Vörnin hjá KR míglekur og Ryder þarf að finna lausn í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. maí 2024 09:15

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gregg Ryder fór af stað með látum í starfi hjá KR, hann vann tvo fyrstu leikinna í Bestu deildinni og vann sannfærandi sigur á neðrideildarliði KÁ í 32 liða úrslitum bikarsins.

Síðan þá hefur hallað hratt undan fæti, liðið hefur náð í eitt stig í fjórum deildarleikjum í röð. Liðið hefur tapað þremur af þeim og öll töpin hafa komið á heimavelli gegn Fram, Breiðablik og HK.

Rauði þráðurinn í vandamáli KR virðist vera varnarleikurinn en liðið hefur fengið á sig 18 mörk í átta keppnisleikjum í sumar. KÁ sem leikur í fimmtu neðstu deild skoraði tvö á KR liðið.

KR hefur fengið á sig ellefu mörk í sex deildarleikjum og sjö mörk á sig í tveimur bikarleikjum. Liðið tapaði gegn Stjörnunni í bikarnum í gær þar sem liðið fékk á sig fimm mörk.

KR hefur í sumar fengið á sig 2,37 mörk að meðaltali í leik.

Guy Smit hefur átt í vandræðum í marki liðsins og þá hafa varnarmenn liðsins setið undir gagnrýni. Ljóst er að Ryder þarf að leysa þessi vandamál sem fyrst fyrir KR-inga en eftir jákvæða umræða í kringum hann og liðið í upphafi móts er farið að bera á neikvæðni úr hópi KR-inga.

Mörk á sig:
Í deild – 11
Í bikar – 7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Í gær

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna