fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. maí 2024 06:47

Mynd: Áhöfnin á Hannesi Þ Hafstein

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Árnason, sjómaður og lyfjafræðingur, var um borð í strandveiðibátnum Höddu HF 52 sem hvolfdi út af Garðskaga í fyrrinótt.

Tilkynning um málið barst á þriðja tímanum í fyrrinótt og kom hún frá skipstjóra annars strandveiðibáts. Tókst honum að bjarga Þorvaldi úr sjónum en ljóst er að litlu mátti muna að illa færi.

Þorvaldur segir stuttlega frá málinu í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Þetta gerðist allt í einu og mér að óvörum. Raunar átta ég mig ekki á því hvernig atburðarásin nákvæmlega var,“ segir hann.

Þorvaldur slapp ómeiddur en honum hafði tekist að klæða sig í björgunargalla sem sjór flæddi inn í. Þorvaldur er búinn að gefa skýrslu hjá lögreglu vegna málsins en segir að mestu máli skiptir að hann sé óslasaður.

Grunur leikur á að flutningaskip sem var á þessum slóðum hafi rekist utan í bát Þorvaldar með þeim afleiðingum að honum hvolfdi. Skýrsla var tekin af skipstjóranum í gær og miðað við myndir af skipinu bendir ýmislegt til þess að það hafi rekist í bátinn.

„Trúlega rákumst við saman, þessi útlendi dallur og ég,“ segir hann við Morgunblaðið.

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur

Sparnaðurinn reyndist öryrkja dýrkeyptur
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn

Sérfræðingar telja að enn sé tími til að stökkva á Bitcoin-vagninn