Leeds valtaði yfir Norwich í seinni leik liðana í umspili um sæti í undanúrslitum umspils um sæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli en heimamenn léku á als oddi í dag. Þeir leiddu 3-0 í hálfleik með mörkum Ilia Gruev, Joel Piroe og Georginio Rutter.
Crysencio Summerville innsiglaði svo 4-0 sigur í seinni hálfleik.
Leeds mætir Southampton eða WBA í úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni 26. maí.