fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Segir frá slúðursögu sem hann heyrði úr Laugardalnum eftir tíðindin í gær – „Það hefði nú alveg eins verið hægt að sleppa því símtali“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 18:30

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var greint frá því að Jóhannes Karl Guðjónsson hefði sagt starfi sínu sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins lausu til að taka við AB í Danmörku. Menn velta því nú fyrir sér hver tekur við starfi hans í Laugardalnum.

AB spilar í dönsku C-deildinni en ætlar sér stærri hluti og Jóhannesi fannst verkefnið spennandi. Eftir situr starf hans hins vegar laust í Laugardalnum.

„Ég spái því að þetta verði bara einhver innan KSÍ, Ólafur Ingi, Davíð Snorri eða einhver,“ sagði Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

Jóhannes Karl að störfum á æfingu landsliðsins. Mynd: DV/KSJ

„Einhvers staðar heyrði ég það að Óskari Hrafni hefði verið boðið þetta. Það hefði nú alveg eins verið hægt að sleppa því símtali ef það er rétt,“ sagði Mikael enn fremur léttur í bragði, en eins og flestir vita sagði Óskar upp hjá norska úrvalsdeildarliðinu Haugesund á dögunum.

Kristján Óli Sigurðsson tók til máls en hann telur það rétt skref hjá Jóhannesi að fara aftur í félagsliðaboltann.

„Jói Kalli er bara þannig gæi að hann vill vera á æfingasvæðinu 6-7 daga í viku. Ekki bara taka tarnir eins og í Laugardalnum. Þetta er fínt fyrir ungan og metnaðarfullan þjálfara. Hann hefur engu að tapa þarna,“ sagði Kristján.

Jóhannes hafði verið aðstoðarþjálfari landsliðsins í rúm tvö ár. Hann hefur einnig stýrt ÍA og HK hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham