fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 22:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Hart tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en hann er kominn með nýtt starf nú þegar.

Þessi 37 ára gamli markvörður er á mála hjá Celtic og stefnir í að hann vinni skoska meistaratitilinn í þriðja sinn í vor.

Þá var Hart lengi hjá Manchester City þar sem hann vann Englandsmeistaratitilinn tvisvar. Einnig hefur hann spilað fyrir lið eins og Tottenham og Burnley.

Nú segir Daily Mail frá því að Hart verði einn af sérfræðingum BBC í kringum Evrópumótið í sumar. Hann á 75 A-landsleiki að baki fyrir England og ætti að geta nýtt reynslu sína í því starfi.

Þá hefur Premier League Productions þegar hlerað hann varðandi það að vera spekingur í kringum ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð. Hart gæti því átt framtíðina fyrir sér sem sparkspekingur.

Hart hefur þó einnig rætt við sitt fyrrum félag City um að verða sendiherra félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið

Skoraði stórkostlegt mark frá miðjuboganum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“

Segir þetta hafa farið í gegnum hausinn á mönnum þegar Gylfi sneri aftur – „Ég held að þær hafi líka skipt hann miklu máli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa