Það má ekki búast við endurkomu Luke Shaw í leikmannahóp Manchester United fyrir úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester City um þarnæstu helgi.
Þetta segir Erik ten Hag, stjóri liðsins, en vinstri bakvörðurinn hefur verið frá síðan í febrúar vegna meiðsla.
„Það er lítill möguleiki á að hann verði með í úrslitaleiknum eftir að bakslag varð í meiðslunum,“ segir Ten Hag.
Góðu fréttirnar fyrir þær eru þó að Harry Maguire er líklega að snúa aftur úr meiðslum, sem og Raphael Varane og Victor Lindelöf.
United mætir Brighton í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag áður en leikurinn við City tekur við helgina eftir.