Þrátt fyrir að hafa tryggt sér sæti í Meistaradeild Evrópu þar Aston Villa að sækja sér aura í sumar með því að selja leikmenn.
Ensk blöð segja í dag að Aston Villa þurfi að selja eina af stjörnum liðsins til að komast í gegnum regluverk ensku deildarinnar.
Aston Villa hefur lagt mikið í liðið síðustu ár en tekjurnar hafa ekki aukist nóg svo félagið geti haldið óbreyttum hópi.
Þannig segja ensk blöð að ein stjarna verði að fara en Ollie Watkins framherji liðsins er mikið orðaður við önnur lið.
Aston Villa tryggði sér sæti í Meistaradeildinni í vikunni en liðið hefur spilað frábærlega undir stjórn Unai Emery.