fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
433FókusSport

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 19. maí 2024 10:30

Frambjóðendurnir styðja næstum allir þrjú stærstu liðin á Englandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool, Arsenal eða United? – Þetta eru liðin sem forsetaframbjóðendurnir halda með í enska og íslenska boltanum

Lokaumferðin fer fram í enska boltanum í dag. Kemur í ljós hvort Manchester City eða Arsenal verða meistarar. Ef það verða Arsenal munu einhverjir forsetaframbjóðendur fagna.

DV kannaði hvaða liðum í enska boltanum, og þeim íslenska, forsetaframbjóðendurnir halda.

 

„Það væri ÍA þar sem sonur minn spilar, líka Víkingur og svo hefur Arsenal fylgt minni fjölskyldu,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Reykjavíkurstórveldið á sína stuðningsmenn í framboði. Mynd/KR

Baldur Þórhallsson heldur fyrst og fremst með landsliðunum. „Ég fylgist reyndar lítið með fótbolta en Felix er auðvitað mikill stuðningsmaður KR og Liverpool. Mér finnst landsleikir Íslands hins vegar skemmtilegir og þegar Íslandi gengur vel hellist yfir mig mikið keppnisskap og áhugi og hentugt að geta þá flett upp í þekkingunni hans Felix,“ segir hann.

 

Eiríkur Ingi Jóhannsson er meira í amerískum íþróttum en fótbolta. „Er körfumaður og NFL,  en ef ég yrði að velja  innanlands væri það Fylkir enda búsettur í Árbænum og börnin þar að æfa,“ segir Eiríkur.

Eiríkur Ingi fylgist með NFL. Mynd/Getty

 

„Held eiginlega alltaf með liðinu sem er að tapa. En um leið gleðst ég yfir því þegar einhverjum gengur vel. Í ensku held ég með Liverpool, en það er meira vegna fjölskyldutengsla,“ segir Jón Gnarr.

 

„Fylkir er mitt lið í íslenska boltanum. Ég ólst upp í Árbænum og kem úr mikilli Fylkisfjölskyldu. Þegar ég var lítil var farið á alla leiki og þá meina ég líka marga útileiki úti á landi. Sama hvernig viðraði! Svo fór stelpan mín að æfa með Víking sem ég styð að sjálfsögðu við – og maðurinn minn er Valsari þannig að hér kennir ýmissa grasa. Mér finnst almennt gaman að mæta á völlinn og kem yfirleitt raddlaus til baka,“ segir Halla Hrund Logadóttir. „Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég hef ekki verið mikið að fylgjast með enska boltanum nema þegar ég bjó í Bretlandi en þegar ég var yngri hélt ég með Liverpool af því okkur vinkonunum fannst Michael Owen svo sætur. Kristján heldur sömuleiðis með Liverpool sem hjálpar.“

Michael Owen þótti sætur í þá daga. Mynd/Getty

Arnar Þór Jónsson segist halda með Arsenal í enska boltanum. Sem Garðbæingur heldur hann með Stjörnunni á Íslandi, en einnig ÍBV í ljósi þess að hann er úr Eyjum.

 

„Hef verið Bliki frá blautu barnsbeini. Ég hélt hins vegar með Arsenal þegar ég var yngri að árum en harður ManU eiginmaður og sonur – hafa á síðustu tveimur áratugum fengið okkur mæðgur í lið með sér hvað varðar enska boltann,“ segir Halla Tómasdóttir.

 

Helga Þórisdóttir er púlari í húð og hár. „Víkingur heima og á mínu heimili er haldið með Liverpool – You´ll Never Walk Alone,“ segir hún.

Katrín Jakobsdóttir er á meðal þekktustu púlara á Íslandi. „Það er að sjálfsögðu Liverpool í enska boltanum og KR hér heima,“ segir hún. „Er reyndar gamall Þróttari en þegar maður flytur í Vesturbæinn kemur ekkert til greina annað en KR.“

 

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun fagna ef Arsenal verður meistari í dag. „Held með landsliðinu ævinlega og Arsenal eins og Stefán Karl og faðir hans gerðu,“ segir hún. Hún heldur hins vegar ekki með neinu einu liði á Íslandi.

 

„Ég erfi Víking og United frá honum föður mínum. En það er púlarar og Arsenal aðdáendur í minni nánustu ætt svo að ég er frekar umburðarlyndur þegar kemur að enska boltanum,“ segir Viktor Traustason.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“

Ræddu vandræði íslenska landsliðsins – „Þessar dökku hliðar þar sem við slökkvum á okkur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndina sem allir eru að tala um – Gerði VAR enn ein mistökin?

Sjáðu myndina sem allir eru að tala um – Gerði VAR enn ein mistökin?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Liverpool lenti í vandræðum en Salah kom til bjargar

England: Liverpool lenti í vandræðum en Salah kom til bjargar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjunarlið Southampton og Liverpool – Bradley byrjar

Byrjunarlið Southampton og Liverpool – Bradley byrjar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“

Adam: „Mér finnst umræðan um Val oft svolítið skrýtin“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“

Guardiola játar sig sigraðan ef liðið tapar næsta leik – ,,Erum ekki vanir þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir þetta gefa sterklega til kynna að Hareide fái sparkið frá KSÍ á næstu dögum

Segir þetta gefa sterklega til kynna að Hareide fái sparkið frá KSÍ á næstu dögum
433Sport
Í gær

Guardiola í miklum vandræðum með Tottenham

Guardiola í miklum vandræðum með Tottenham
433Sport
Í gær

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli

Einn sá vinsælasti orðaður við komu til Englands – Fáir með betri meðmæli