fbpx
Föstudagur 01.nóvember 2024
Fréttir

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. maí 2024 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sósíalistinn og ritstjóri Samstöðvarinnar segir að ef fólk ætlar að treysta einhverjum, þá megi það treysta því fólki sem valda- og peningaöflin hér á landi ráðast gegn. Að sama bragði ætti fólk aðeins að kjósa þá frambjóðendur sem hræða auðvaldið.

Gunnar Smári Egilsson vekur athygli á þessum hugleiðingum sínum á Facebook þar sem nefnir Samherja sem dæmi. Gunnar Smári lýsir því að fyrir Norðan sé það svo að fólk veigri sér við að nefna nafn félagsins upphátt. Samfélög geti lamast út af viðveru peningaaflanna og endi sem eins konar verbúðir auðvaldsins.

„Auðvald er ógnarvald. Sjáið bara Samherja í Eyjafirði þar sem hann beitir lamandi ógnarvaldi, skelfir fólk til hlýðni og undirgefni svo enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri. Peningavald er vald yfir afkomu fólks. Sá sem setur sig upp á móti þeim sem fer með peningavald setur afkomu sína í hættu. Þess vegna þegja flestir og beygja sig undir vilja þeirra sem nota auð sinn og vald til að skerða frelsi allra annarra til orðs og æðis. Mikill auður fárra eyðileggur samfélög. Óheft geta samfélög af sér stórkostlegt mannlíf en undir oki auðvaldsins eru lítið annað en verbúð ófrjáls fólks.“

Svo séu það elíturnar svonefndar. Fólkið sem safnast í kringum peningavöldin. Þetta fólk ráði í raun engu nema því sem falli innan ramma þess sem auðvaldið vill. Þar með verði elítur varðhundar auðvaldsins. Elítan meti hag sínum betur borgið að þjóna auðvaldinu og neiti að horfast í augu við að hún sé hafn kúguð og aðrir.

„Elítur skottast í kringum auðvaldið. Fólk innan þeirra ræður ýmsu en engu ef það vill ganga gegn vilja og hagsmunum auðvaldsins. Elítur eru því fyrst og fremst varnarlið auðvaldsins, viðhalda kerfi sem tryggir ógnarvald hinna fáu ríku. Sjálfsánægju sína sækir elítufólkið ekki til eigin valds, sem ekkert er í raun, heldur til þess að geta lifað skárra lífi en þau sem hvorki tilheyra elítu né auðvaldi. Ef hver elítumaður og -kona myndi horfast í augu við eigin stöðu sæju þau strax að þau eru kúgað af auðvaldinu, ráða engu og verður að beygja sig og bukta fyrir hinum ríku. En elítunni líður skár með því að smána, hrakyrða og hæða þau sem eru lægra sett í stigveldi kapítalistana til að upphefja sjálfan sig og sannfæra um að endalaus þjónkun sín við vald og auð skapi sér sterkari stöðu en fátækt og valdaleysi þeirra sem ekkert eiga.“

Þess vegna geti enginn verið frjáls fyrr en völdin eru tekin af peningafókinu. Elítan muni ekki taka þátt í þeim slag, enda blind á eigin kúgun. Eina leiðin áfram úr þessu ástandi sé að vantreysta elítu, auðvaldi en treysta fyrst og fremst þeim sem skjóta þessum hópum skelk í bringu.

„Ekkert okkar verður frjálst fyrr en við fellum drottnunarvald auðvaldsins og losum grey elítufólkið undan niðurlægjandi þjónkun sinni við kúgara okkar. Það er ekki forsenda sigurs, elíturnar munu allar berjast gegn frelsi sínu fram á síðasta dag og ráðast að þeim sem ógna auðvaldinu. En frelsun elítufólksins er afleiðing sigurs.
Treystið engum nema þeim sem auðvaldið ræðst á og hrakyrðir. Það er gamalt, einfalt og gott ráð. Kjósið engan nema þann sem auðvaldið óttast. Allir aðrir kostir eru í raun atkvæði greitt auðvaldinu.“

Ekki voru allir sammála Gunnar Smára í athugasemdum við færslu hans. Varla væri til það samfélag sem blómstri án fjármagns og eins könnuðust ekki allir við ótta Akureyringa við Samherja. Gunnar Smári sagðist aðeins vera að lýsa eigin reynslu. Annar benti á að án elítunnar fari almúginn að berjast innbyrðis um völdin. Sú barátta muni geta af sér nýtt auðvald og nýja elítu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“

Hjúkrunarfræðingar kæra launamun: „Það er 2024 og við erum stödd þarna“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“

Sigmar furðar sig á viðbrögðunum: „Elín Margrét lét þá ekki slá sig út af laginu“
Fréttir
Í gær

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“

Íslendingur á Costa Blanca: „Þetta er svakalegt og virkilega sorglegt að sjá“
Fréttir
Í gær

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“

Ógnvekjandi sjón mætti Birni á leið í vinnuna: „Óþægileg áminning um að samfélagið okkar er að breytast á ógnvekjandi hátt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn

Kona sem stakk kærasta sinn bar við neyðarvörn en var sakfelld – Hlaut áverka víða um líkamann eftir manninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“

Hafdís varð fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði – „Þetta er maður sem á að vera í fangelsi, hann á ekki að ganga laus“