fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 09:30

Helga Þórisdóttir Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og forsetaframbjóðandi, hefur lýst yfir vonbrigðum með þá ákvörðun Stöðvar 2 að bjóða aðeins efstu frambjóðendum í skoðanakönnunum að kappræðuborði sínu í kvöld.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Helgu, þar sem segir:

„Framundan eru síðustu vikur framboðsins.

Okkur hefur verið tjáð að eingöngu frambjóðendur, sem eru efstir í skoðakönnunum þessa viku, komist að í kappræðum á Stöð2 í kvöld.

Sú tilhögun er tæpast lýðræðisleg.

Hún veldur mér vonbrigðum enda er okkur, sem komum minna kynnt til leiks, gert erfitt fyrir.

Ég held þó ótrauð áfram með Ísland í hjarta.“

Ástþór Magnússon stóryrtur

Forsetaframbjóðandinn Ástþór Magnússon hefur einnig lýst yfir megnri óánægju með þessa ákvörðun. Hann sagði í yfirlýsingu í gærkvöld:

„Það er verið að brjóta þessar reglur þegar haldnar eru kappræður fyrir útvalda frambjóðendur á meðan öðrum er úthýst. Þannig er dagskráin á Stöð2 á morgun sem skrumskælir lýðræðið með falskönnun sem þeir vissu úrslitin úr fyrirfram. Enn eitt dæmið um spunan með falsaðar og skoðanamyndandi kannanir.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“