fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Nýtur frelsisins með nýtt nef

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gypsy Rose Blanchard ræddi lýtaaðgerð sem hún gekkst undir á nefi í myndbandi á TikTok í gær. Mikið hefur verið fjallað um Blanchard í fjölmiðlum vestanhafs eftir að hún losnaði úr fangelsi í desember. Þá hafði hún afplánað átta ár af tíu fyrir morðið á móður sinni, Dee Dee Blanchard, 10. júní 2015. Móðirin glímdi við sjúkdóminn Munchausen by proxy og náði að sannfæra dóttur sína, fjölskyldu, nágranna og lækna um að dóttirin væri langveik.

„Ég verð að fara varlega í kringum nefið því eins og allir vita þá fór ég í nefaðgerð. Ég verð að fara varlega því nefið á mér er enn að gróa,“ segir Blanchard sem segir hafa gúgglað hverju mætti búast við í bataferlinu áður en hún lagðist undir hnífinn í apríl. 

„Það sem ég var hissa á að lesa er að það tekur heilt ár að sjá endanlega útkomu. Nefið mun bólgna upp og hjaðna aftur og líta vel út í einn mánuð en svo næsta mánuðinn getur það litið út eins og þú hafir verið barinn í andlitið.Mér fannst ég alltaf vera mjög óörugg með nefið. Mér fannst þetta ekki vera kvenlegt nef. Guð veit að mér var strítt.“

Blanchard var með sárabindi í fimm daga eftir aðgerðina. „Eitt af því sem ég er að fást við er eins og, innri saumarnir sem mig klæjar enn í, og ég skal bara segja þér, horið er klikkað! Ég get ekki einu sinni snýtt mér.“

Blanchard hafði áður litað dökkt hár sitt ljóst og látið lagfæra í sér tennurnar, en segist ekki ætla að fara í fleiri breytingar á útliti sínu.

„Ég hef verið spurð að þessu áður, hvort ég vildi fara í fleiri lýtaaðgerðir, og satt að segja ætla ég ekki að gera það. Ég er mjög ánægð með allt annað. Ég er með mjög kvenmannlegan vöxt. Ég er með línur, ég er með brjóst. Ég er mjög stolt af þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“