Thomas Tuchel er kominn langt í viðræðum við FC Bayern um að gera nýjan samning eftir að félagið rak hann úr starfi fyrr á tímabilinu.
Þegar Bayern rak hann var Tuchel gert að stýra liðinu út tímabilið.
Bayern hefur reynt að ráða hina ýmsu stjóra en allir hafa hafnað starfinu og því kemur félagið nú skríðandi til Tuchel.
Tuchel setur fram þá kröfu að halda sömu launum og fá samning til ársins 2026 ef hann á að halda áfram.
Tuchel hefur verið í stríði við nokkra stjórnarmenn Bayern en nú reyna menn að ná sáttum svo Tuchel haldi áfram.
Tuchel hefur verið orðaður við Manchester United en nú er talið tæpt að hann taki við á Old Trafford.