fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi

Pressan
Fimmtudaginn 16. maí 2024 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára piltur í Bandaríkjunum, Nicholas Karol-Chik, verður að líkindum dæmdur í 35 til 72 ára fangelsi fyrir sinn þátt í dauða hinnar tvítugu Alexu Bartell þann 19. apríl í fyrra.

Bartell lést þegar grjóthnullungi var kastað af brú þegar Bartell ók bifreið sinni undir hana. Lenti hnullungurinn á framrúðunni og í andliti Bartell sem lést að líkindum samstundis. Átti atvikið sér stað í úthverfi Denver í Colorado.

Þrír ungir piltar voru handteknir vegna málsins og er Nicholas einn þeirra. Hann og annar drengur hafa komist að samkomulagi við saksóknara um að játa sök í málinu gegn því að fá vægari refsingu.

Segir Nicholas að hann hafi rétt félaga sínum, Joseph Koenig, grjótið sem hann kastaði svo af brúnni og lenti á bifreið Alexu. Þremenningarnir köstuðu grjóti í alls sjö bifreiðar þetta kvöld en Koening er sá eini sem neitað hefur sök í málinu og fer mál hans því fyrir kviðdóm.

Dómur í máli Nicholas verður kveðinn upp í september.

Það var vinkona Alexu sem kom að henni látinni en hún var að tala við hana í síma þegar sambandið rofnaði skyndilega. Voru vinkonurnar með app þar sem þær gátu séð staðsetningu hvor annarrar. Sá hún að Alexa var kyrrstæð og virtist vera utan vegar. Fór hún af stað og fann bifreið vinkonu sinnar og hana látna undir stýri.

Tvítug stúlka látin eftir handahófskennda árás

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana