fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2024 21:13

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistar- og leiklistarparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eignaðist dóttur 9. maí.

„Og þá erum við fimm. Þessi gullfallega hárprúða stúlka mætti í heiminn 9. maí og hefur stækkað hjörtu okkar allra um nokkur númer. Þeim mæðgum heilsast báðum vel, bræður yfir sig spenntir og glaðir að fá litlu systu loksins í heiminn,“ segir Júlí í færslu á Facebook.

Parið á hvort sinn drenginn frá fyrri samböndum.

„Ég vissi að Dísa myndi tækla þetta verkefni af einskærri snilld eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur en vá!!
Hún tók þessa fæðingu í nefið. Skipaði mér að leggja mig og bað um bjór þegar hún var búin. Ég á ekki breik í þessa konu.
Ég er ástfanginn, hamingjusamur, stoltur en umfram allt þakklátur. Takk fyrir að auðga lífið mitt með húmor, ást og umhyggju og þessari gullfallegu stúlku sem límir saman síðustu ár. Nýr og spennandi kafli hafinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone