Fylkir tók á móti Breiðabliki í Bestu deild kvenna í kvöld og það kemur fáum á óvart að stigin þrjú skildu hafa endað í Kópavogi.
Birta Georgsdóttir kom Blikum yfir undir lok fyrri hálfleiks og staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja 0-1.
Snemma í seinni hálfleik fengu gestirnir svo víti. Agla María Albertsdóttir fór á punktinn og skoraði.
Meira var ekki skorað og lokatölur 0-2.
Blikar eru á toppi deildarinnar með fullt hús eftir fimm leiki, líkt og Valur. Fylkir er með 5 stig.