Bjarni Aðalsteinsson skoraði frábært mark fyrir KA í sigri á Vestra í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.
Það stefndi í markalausan fyrri hálfleik í kvöld þegar Jeppe Gertsen kom Vestra yfir. Staðan í hálfleik 0-1.
Akureyringar náðu að snúa dæminu við á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks. Þá komu þeir Rodri og Hans Viktor Guðmundsson þeim í 2-1.
Það var svo Bjarni sem innsiglaði 3-1 sigur KA eftir rúman klukkutíma leik.
Mark hans var afar glæsilegt og má sjá það hér að neðan.
„Þetta var bingó!“ 🤩Frábært aukaspyrnumark Bjarna Aðalsteinssonar kemur KA í tveggja marka forystu, 3-1! pic.twitter.com/naRg7KFLwf
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 15, 2024