fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Meintur raðnauðgari handtekinn eftir 24 ár á flótta

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 72 ára gamli Herman Carroll var handtekinn í Branson í Missouri í Bandaríkjunum þann 11. maí eftir að hafa verið á flótta síðan árið 2000, að sögn bandarísku Marshallþjónustunnar. Carroll er grunaður um fjölda kynferðisbrota.

Í tilkynningu sem birt var mánudaginn 13. maí, staðfesti Justin Hamrock, yfirlögregluþjónn, að Carroll hafi verið handtekinn. Yfirvöld lýsa honum sem raðnauðgara og segja að Carroll hafi verið á flótta „síðan hann lagði fram tryggingu árið 2000 og mætti ​​ekki fyrir dómstól.“

Þann 3. júlí 2000 var Carroll handtekinn fyrir kynferðisbrot gegn 12 ára stúlku. Hann hafði einnig verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn börnum bæði 1983 og 1993, að því er segir í tilkynningunni.

„Herman Carroll, 72, var eftirlýstur vegna ákæru frá Moultrie-sýslu árið 2001 fyrir að mæta ekki fyrir dóm árið 2000,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni.

Carroll hefur verið ákærður fyrir kynferðislegt ofbeldi gegn barni, glæpsamlegt kynferðisbrot, og gróft kynferðislegt ofbeldi.

Í júní 2022 bauð US Marshals Service 10 þúsund daga verðlaun fyrir upplýsingar um Carroll. Á þeim tíma var honum lýst sem „hvítum karlmanni, 5 fet og 7 tommur á hæð,“ með „brúnt hár og nöturgul augu. Þar var bætt við að hann væri trésmiður að atvinnu og væri með „fæðingarblett/upplitun á kviðnum og ör á hægri fingri og vinstri úlnlið. Á vinstri öxlinni er Carroll með húðflúr af rauðu hjarta með nafninu „JOANNE“ í miðjunni. Á hægri öxlinni er hann með húðflúr af ættartré með upphafsstöfum fjölskyldumeðlima á tveimur greinum.“

Þann 8. maí 2024 uppgötvuðu rannsóknarlögreglumenn að miklar líkur væru á því að Carroll byggi í Branson og þar var handtekinn þremur dögum síðar og bíður hann framsals til Illinois.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?