Paulo Dybala gæti orðið næsta stjarnan sem heldur úr Evrópuboltanum til Sádi-Arabíu.
Það er ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti sem greinir frá þessu en Al-Shabab hefur sýnt þessum þrítuga leikmanni Roma áhuga.
Dybala er að eiga frábært tímabil með Roma. Hann er kominn með 16 mörk og tíu stoðsendingar í öllum keppnum.
Sjálfur vill hann helst skrifa undir nýjan samning við Roma, en sá sem nú er í gildi rennur út eftir næstu leiktíð.
Argentínumaðurinn er þó opinn fyrir viðræðum við Al-Shabab, en svo gæti farið að hann elti peningana til Sádí eins og margir af kollegum hans undanfarið.