fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Upplifði vítiskvalir á Ozempic: „Verra en að eignast barn“

Fókus
Laugardaginn 18. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt og ritað um gagnsemi Ozempic hjá þeim sem eru að berjast við aukakílóin. En eins og á við um öll lyf hefur Ozempic sínar aukaverkanir og hefur til dæmis borið á flökurleika, uppköstum og hægðatregðu hjá notendum lyfsins.

Michelle Stesiak, kona á sextugsaldri í Kaliforníu, fékk lyfinu ávísað fyrr á þessu ári og segist hafa verið full tilhlökkunar að byrja á því sem margir kalla kraftaverkalyf.

Eftir að hafa verið á Ozempic í sex vikur fór þó að bera á slæmum aukaverkunum eins og greint er frá í umfjöllun Daily Mail.

 ina nóttina vaknaði Michelle með svo slæma kviðverki að hún gat ekki talað, hreyft sig eða sett yfir sig teppi. Var verkurinn í kviðnum, undir vinstra brjóstinu og teygði sig aftur í bak. Héldu læknar í fyrstu að hún væri með garnaflækju en frekari rannsókn leiddi ekkert slíkt í ljós.

Síðar kom á daginn að Michelle var með það sem kallað er brisbólga (e. pancreatitis). Briskirtillinn hefur meðal annars með sykurstjórnun líkamans að gera og getur truflun á starfsemi hans valdið alvarlegum veikindum og jafnvel dauða ef blóðflæði í brisið skerðist eða stöðvast.

„Ég hélt að ég væri að deyja. Þetta er mesti sársauki sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Þetta var verra en að eignast barn,“ segir konan sem hélt sér í fósturstellingunni meðan verstu verkjaköstin stóðu yfir. „Ég gat ekki talað, kastaði stanslaust upp og var með þvílíkan niðurgang.“

Í umfjöllun Daily Mail kemur fram að brisbólga sé talin vera aukaverkun Ozempic en mjög sjaldgæf. Hafa rannsóknir sýnt að þeir sem nota Ozempic séu í allt að níu sinnum meiri hættu að þróa með sér brisbólgu en þeir sem eru ekki á lyfinu.

Kæra framleiðanda Ozempic vegna aukaverkana – Mun aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“