fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Fyrirhugaður samruni Samkaups og fyrirtækja SKEL: Samlegðaráhrif metin á 10,5-14 milljarða

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 15. maí 2024 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SKEL fjárfestingafélag og Samkaup hafa undirritað viljayfirlýsingu um samruna Samkaupa við Orkuna IS, Löður, Heimkaup og Lyfjaval, sem eru í eigu SKEL. Verði af samrunanum eignast Samkaup hin félögin að fullu og SKEL fær tæplega 38 prósenta hlut í sameinuðu félagi. Fyrir á SKEL fimm prósent í Samkaupum í gegnum Eignarhaldsfélagið Bjarma ehf. Mun því SKEL eiga tæplega 43 prósent í Samkaupum eftir samrunann. Samlegðaráhrif samrunans eru metin 1,4-1,7 milljarðar á ári og núvirt virði hans á 10,5-14 milljarða.

Viljayfirlýsingin kveður á um að hið sameinaða félag skuli stefna að eftirfarandi markmiðum:

  • Sækja fram á matvöru-, lyfja-, og orkumarkaði, auk þess að skoða frekari tækifæri í aðdraganda skráningar.
  • Skráningu á aðalmarkaði kauphallar eins fljótt og kostur er, en eigi síðar en að 18 mánuðum liðnum frá sameiningu félaganna.
  • Stjórnarhættir félaganna taki mið af leiðbeiningarreglum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka Atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Deloitte ehf. og Fossar fjárfestingarbanki hf. voru fengin til þess að leggja mat á möguleg samlegðaráhrif fyrirhugaðs samruna, sem félögin gerðu á grundvelli afhentra gagna í lokuðu gagnaherbergi (e. clean room). Niðurstaðan er að samlegðaráhrif fyrirhugaðs samruna geti numið á bilinu 1.400 til 1.700 milljónum króna á og myndu raungerast á öðru ári eftir sameiningu. Virði samlegðar er áætlað um 10,5-14 milljarðar króna.

Viljayfirlýsingin er háð fyrirvörum, svo sem um niðurstöðu áreiðanleikakannanna, frekari samninga- og skjalagerð, samþykki eftirlitsaðila og samþykki hluthafafundar félaganna. Stefnt er að því að skuldbindandi samrunasamningur verði undirritaður að loknum áreiðanleikakönnunum og að samruninn gengi í gegn við lok þriðja ársfjórðungs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á