fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Gömlu hjónin unnu milljónir í Víkingalottóinu – Þetta er það fyrsta sem þau keyptu sér

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 19. maí 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er í hópi þeirra sem hef aldrei unnið neitt. En það á samt varla við lengur,“ segir stálheppin kona sem vann tugi milljóna í Víkingalottóinu fyrir skemmstu.

Konan og eiginmaður hennar unnu 2,3 milljónir danskra króna, 46 milljónir íslenskar, í Víkingalottóinu fyrir skemmstu. Í tilkynningu Danske Spil til danskra fjölmiðla kemur fram að um sé að ræða eldri hjón sem eru ekki vön því að eyða peningum sínum í óþarfa.

Rétt áður en þau unnu þann stóra höfðu þau keypt sér nýja uppþvottavél en það var bara vegna þess að gamla vélin, sem þau höfðu átt í 25 ár, gaf sig. Ísskápurinn, sem er töluvert eldri, virkar þó enn. En það var þó eitt sem þau ákváðu að leyfa sér að endurnýja eftir að vinningurinn kom inn á reikninginn.

„Það fyrsta sem við gerðum var að kaupa okkur stærra sjónvarp. Alveg sama hvert maður fer í heimsókn, það er stórt sjónvarp á hverju heimili. Okkur þótti okkar 30 tommu sjónvarp vera heldur lítið í samanburðinum,“ segir konan sem tekur þó fram að nú eigi þau hjónin tvö sjónvörp, enda það gamla enn þá í fullu fjöri.

„Við ætlum að eiga það þangað til það gefur upp öndina. Við hendum bara hlutum sem virka ekki lengur,“ segir hinn skynsami vinningshafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt