Manchester United er tilbúið að selja Antony í sumar. Talksport og fleiri miðlar á Englandi segja frá þessu í dag.
Kantmaðurinn frá Brasilíu er á sínu öðru tímabili á Old Trafford en hefur svo sannarlega ekki fundið taktinn.
Antony kom til United frá Ajax með Erik ten Hag en stjórinn lagði mikla áherslu á að fá hann.
United borgaði 75 milljónir punda fyrir Antony sem hefur litlu skilað, hann er því til sölu í sumar samkvæmt fréttum.
Kantmaðurinn er þó líklega ekki eftirsóttur og þá þyrfti United að sætta sig við miklu lægra verð en félagið borgaði.
🚨 JUST IN:
Manchester United have made Antony available for transfer. #MUFC [@alex_crook, @talkSPORT] pic.twitter.com/s4ikyVi2aU
— mufcmpb (@mufcMPB) May 15, 2024