fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Játaði á sig skelfilegan glæp í miðju atvinnuviðtali

Pressan
Sunnudaginn 19. maí 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen Bodley, 26 ára karlmaður í Orange County í Bandaríkjunum, átti væntanlega ekki von á því að atvinnuviðtal ætti hugsanlega eftir að kosta hann lífstíðarfangelsisdóm.

Sú er þó raunin eftir að Bodley var sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn barni. Bodley átti sér þann draum að verða lögreglumaður og í atvinnuviðtali við lögregluembættið í Apopka játaði hann að hafa brotið gegn ungri frænku sinni.

New York Post greinir frá þessu og segir að Bodley hafi talað um „kynferðislega leiki“ í atvinnuviðtalinu. Eftir að greinendur höfðu farið yfir viðtalið var hann boðaður í annað viðtal þar sem hann var beðinn um að útskýra fyrri ummæli sín betur. Játaði hann þá að hafa brotið gegn barni fyrir mörgum árum.

Lögregla leitaði móður fórnarlambsins uppi og kom þá í ljós að Bodley hafði átt í nánum samskiptum við barnið og fjölskyldu þess fyrir nokkrum árum síðan. Fórnarlambið sagði að Bodley hafi brotið gegn henni í nokkur skipti þegar hann var á aldrinum 14 til 19 ára.

Ákæra var gefin út í kjölfarið og var Bodley sakfelldur á dögunum. Refsing yfir honum hefur ekki verið kveðin upp en brot af þessu tagi varða allt að lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?